Immediate Family
-
husband
-
daughter
-
husband
-
daughter
-
daughter
-
son
-
mother
-
father
-
brother
-
stepmother
About Ásgerður Bjarnardottir
Ásgerður Bjarnardóttir
Ásgerður fæddist að Borg á Mýrum árið 910. Hún ólst þar upp til 17 ára aldurs, hjá þeim Skalla-Grími og Beru. Hún var jafnaldra Egils. Ásgerður var dóttir þeirra Björns Brynjólfssonar og Þóru hlaðhandar Hróaldsdóttur (sem var systir Þóris hersis Hróaldssonar, fóstbróður Skalla-Gríms). Björn varð ástfanginn af Þóru en bróðir hennar vildi ekki gifta hana honum. Þá rændi Björn Þóru og fór með hana heim til sín. Faðir Björns húðskammaði hann fyrir tiltækið og bannaði honum að koma nálægt Þóru. Björn átti því engan útveg annan en ræna Þóru aftur og í þetta sinn sigldi hann með hana úr landi, til Hjaltlands. Hann gerði brúðkaup til hennar í Móseyjarborg, á Hjaltlandi. Síðan héldu þau Björn og Þóra til Íslands, enda var Björn orðinn útlægur úr Noregi og viðbúið að menn konungs fyndu hann á Hjaltlandi. Þau komust til Skalla-Gríms og fengu að dvelja á Borg. Reyndar varð Skalla-Grímur ævareiður þegar hann komst að því hvernig var í pottinn búið með hjúskap þeirra Björns og Þóru, en þó var það fyrir tilstilli Skalla-Gríms að sættir tókust með þeim Birni og Þóri hersi, bróður Þóru. Þegar Ásgerður var 5 eða 6 ára gömul fóru foreldrar hennar til Noregs en skildu hana eftir hjá Beru og Skalla-Grími.
Þegar Ásgerður var 17 ára gömul fór hún, ásamt bræðrunum Þórólfi og Agli Skalla-Grímssonum, til Noregs til að hitta föður sinn. Móðir hennar var þá látin og faðir hennar hafði kvænst aftur. Ásgerður var nú orðin ákaflega fríð kona og vel að sér bæði til munns og handa.*
25 ára giftist hún Þórólfi Skalla-Grímssyni og árið eftir eignuðust þau dótturina Þórdísi. Ásgerður sá ekki mikið til eiginmanns síns því hann var oft fjarverandi í víkingaferðum og hernaði. Þau höfðu aðeins verið gift í tvö ár þegar Þórólfur féll í orustunni á Vínheiði, á Englandi.*
Tveimur árum síðar bað Egill Skalla-Grímsson um hönd hennar. Þetta var vandræðalegt bónorð því enginn þorði að gefa Agli svar. Loks var það Arinbjörn Þórisson, frændi Ásgerðar (þau voru systkinabörn) sem tók af skarið og gaf jáyrði sitt. Ásgerður giftist því Agli, árið 939, og fór með honum til Íslands. Egill gekk Þórdísi í föðurstað, en þau Ásgerður eignuðust 5 börn. Ásgerður hélt mest upp á Þorstein, yngsta son sinn, en Agli var ekki sérlega vel til hans.
Ásgerður andaðist árið 974. Eftir það brá Egill búi og flutti til Þórdísar, fósturdóttur sinnar, á Mosfelli.
Ásgerður Bjarnardottir's Timeline
915 |
915
|
Borg, Myrum, Iceland
|
|
936 |
936
|
||
939 |
939
|
Hoskuldstodum, Laxardal, Iceland
|
|
940 |
940
|
Borg, Myra, Myrasysla, Iceland
|
|
942 |
942
|
Borg, Myra, Myrasysla, Iceland
|
|
943 |
943
|
Borg, Myra, Iceland
|
|
945 |
945
|
Borg, Iceland
|
|
974 |
974
Age 59
|
Iceland
|